Fara til efnis
Karfa 

Sagan okkar

Íslenskt landslag
Velkomin til EMIL&LÍNA – Born in Iceland.

Við höfum skapað vörumerkið EMIL&LINA í samvinnu fjölskyldu okkar og samstarfsfólks og viljum með því endurvekja íslenska arfleifð með fallegu handverki og góðu vöruúrvali fyrir þig og barnið þitt.

Ævintýrið um Emil&Línu hófst í fæðingarorlofi með öðru barni okkar og þá varð til hugmynd um að þróa barnafatnað sem endurspeglaði töfra barnæskunnar, uppvaxtaráranna í íslenskri náttúru þar sem ilmur af nýslegnu grasi og kvak mófuglanna gladdi barnssálina.

Amma prjónaði og afi sagði sögur milli þess sem við hlupum frjáls um móana og horfðum á lömbin fæðast.

Undir áhrifum þessara bernskuminninga varð vörumerkið okkar að veruleika, sannlega borið og barnfætt á Íslandi, tímalaus hönnun sem á sér rætur í hefðinni en hentar nútímafjölskyldunni. Takk fyrir að taka þátt í ævintýrinu með okkur og við vonum að EMIL&LÍNA færi barnslega gleði og einlægni inn á heimilið ykkar.

TEYMIÐ

Hjá EMIL&LÍNU starfar lítill hópur hönnuða og foreldra sem enn rækta barnið í brjósti sér og trúir því að æskan eigi að vera með okkur áfram inn í fullorðinsárin,við látum okkur dreyma og leikum okkur með töfranna.

Heildarsýn af vinnustofunni

Í notalegu vinnustofunni okkar á Íslandi hönnum við hverja flík af alúð, undir áhrifum bernskuminninga, þjóðsagna, óveðurs og öflugrar náttúru sem við þekkjum svo vel. Við skissum, teiknum og veljum mýksta og besta efnið með litlu ærslabelgjunum okkar, - börnunum okkar yndislegu. Hvert einasta verkefni er ævintýri sem hefst með sögu, kannski eru það litir norðurljósanna, tilfinningin þegar mosinn kitlar litlar tásur eða blíður fuglasöngurinn sem boðar okkur vorið.

Börnin okkar að prófa fötin

Allt þetta verður svo að fallegum flíkum sem eru mjúkar og þægilegar til að upplifa fleiri ævintýri.

Skissur á borði

Við trúum á hönnun þar sem hvert smáatriði er hugsað til enda og sjálfbærni er í hávegum höfð. Við viljum búa til þægilegan fatnað fyrir börn við alls konar aðstæður, þar sem þau lifa lífinu, hlæja og uppgötva heiminn, klifrandi í brekku eða kúrandi með bók.

Frá vinnstofu okkar með kærri kveðju heim til ykkar, takk fyrir að taka þátt í ævintýrinu með okkur.