Fara til efnis
Karfa 
About Me

Kolbrún

Ég heiti Kolbrún og er fædd og uppalin í Reykjavík en hef búið víða bæði hérlendis og erlendis. Mamma kenndi mér að prjóna þegar ég var 7 ára. Ég er örvhent en hún kenndi mér að prjóna rétthent. Ég elska að prjóna af því að það gefur mér hugarró, ég er að skapa eitthvað og það veitir mér gleði að gefa heimaprjónað sérstaklega á lítil kríli. Prjónarnir fylgja mér hvert sem ég fer hvort sem það er uppá hálendið eða á sólarströnd. Ég segi að það að prjóna veiti mér hugarró, en þeir halda líka oft fyrir mér vöku, þegar það þarf að klára einn hring í viðbót, eða klára eitthvað munstur. Svo er auðvitað líka gaman að skarta flottri peysu sem maður hefur prjónað á sig.

My name is Kolbrún and I was born and raised in Reykjavík but have lived in many places both in Iceland and abroad. My mother taught me to knit when I was 7 years old. I am left-handed but she taught me to knit right-handed. I love knitting because it gives me peace of mind, I am creating something and it gives me joy to give home-made knitting especially to little ones. The knitting needles follow me wherever I go, whether it is in the highlands or on a sunny beach. I say that knitting gives me peace of mind, but they also often keep me awake, when I need to finish one more round, or finish a pattern. Of course, it is also nice to show off a nice sweater that you have knitted.

Næsti prjónari