Fara til efnis
Karfa 
About Me

María Hafsteinsdóttir

Ég heiti María Hafsteinsdóttir og ég er 64 ára, uppalin í Sandgerði til 9 ára aldurs. Flutti þá til Keflavíkur og búið þar síðan ef undan eru skilin 10 ár þegar ég bjó á Akureyri á árunum 2007 – 2017. Föðuramma mín og móðir mín kenndu mér að prjóna og handavinnu almennt. Að því bý ég enn og er þakklát fyrir þessa þekkingu. Nú reyni ég að miðla til mér yngri afkomenda. Alla daga sest ég niður og tek aðeins í prjónana. Fyrir mér er það hugarró og mest gaman að fá kerfjandi verkefni að vinna með. Dags daglega starfa ég sem aðstoðarmaður á lögfræðiskrifstofu og því gott að setjast niður eftir erfiða daga og hvíla hugann við prjónaverkefni eða handavinnu. Þegar ég er ekki að prjóna geri ég harðangurs og klausturs verkefni sem er útsaumur í jafa. Áhugamál mín fyrir utan handavinnu hafa verið mótorhjól og mörg ferðalög á Harley Davidson mótorhjóli hef ég farið bæði um Ísland og erlendis. Nú síðustu ár hef ég ásamt eiginmanni mínum ferðast mikið um hálendi Íslands á jeppum og þá er gott að hafa prjónana með og prjóna þegar ekið er á milli staða.

My name is María Hafsteinsdóttir and I am 64 years old, raised in Sandgerði until I was 9 years old. Then I moved to Keflavík and have lived there since then, except for 10 years when I lived in Akureyri between 2007 and 2017. My paternal grandmother and mother taught me to knit and needlework in general. I still live by that and am grateful for this knowledge. Now I try to pass it on to my younger descendants. Every day I sit down and just do some knitting. For me, it is peace of mind and most enjoyable to be given a challenging project to work on. During the day, I work as an assistant at a law firm, so it is good to sit down after a hard day and rest my mind with a knitting project or needlework. When I am not knitting, I do a hard and monastic project, which is embroidery in jafa. My hobbies outside of needlework have been motorcycles and I have traveled a lot on a Harley Davidson motorcycle both in Iceland and abroad. In recent years, my husband and I have traveled a lot around the highlands of Iceland in jeeps and it is good to have the knitting needles with me and knit when driving between places.

Næsti prjónari