Þórunn Drífa Oddsdóttir
Þórunn Drífa er fædd og alin upp á Akranesi. Hún hefur prjónað síðan ca. 1959. Byrjaði í handavinnu í skólanum og síðan var mamma hennar mikið að prjóna og sauma. Þannig að það var alltaf mikið handverk í kringum hana. Hún vann á Sjúkrahúsinu á Akranesi á rannsóknarstofu sem ung kona en vegna vinnu mannsins hennar flutti hún að virkjuninni við Steingrímsstöð og bjó þar í yfir 30 ár. Var matráðskona hjá Landsvirkjun. Hún elskar alla handavinnu og eru prjónarnir aldrei langt undan Lífsspekin er að lífið er núna. Ánægjuefni er góður félagsskapur og ferðalög.
Þórunn Drífa was born and raised in Akranes. She has been knitting since ca. 1959. Started in needlework at school and then her mother did a lot of knitting and sewing. So there was always a lot of handicraft around her. She worked at the Akranes Hospital in a laboratory as a young woman but because of her husband's work she moved to the power plant at Steingrímsstöð and lived there for over 30 years. Was a cook at Landsvirkjun. She loves all needlework and knitting is never far away. The philosophy of life is that life is now. Pleasures are good company and travel.
Næsti prjónari